Samfélagið

Framtíð íþróttakennslu, fornleifar í Árbæ, málfar og stökkbreytingar

Það þarf endurskoða skólaíþróttir sem námsgrein. Kennslan snýst of mikið um keppni, hefðbundnar íþróttir og líkamlegt atgervi fengið utan skólastofunnar. Þörf er á faglega uppbyggðri íþróttakennslu sem nær til allra nemenda þar sem áhersla er lögð á fjölbreyttar hreyfingar og lærdóm um heilsu. Eftir þessu kallar meðal annarra Sveinn Þorgeirsson háskólakennari í íþróttafræði við HR. Við ræðum við hann um framtíð námsgreinar sem flestir nemendur annað hvort hata eða elska.

Við heimsækjum Árbæjarsafn og kynnum okkur fornleifauppgröft þar en undanfarið hefur verið grafið í bæjarhólinn við gamla Árbæinn. Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur stjórnar aðgerðum þar og nýtur liðsinnis nemenda í fornleifafræði.

Við fáum heyra eina málfarsmínútu í boði Önnu Sigríðar Þráinsdóttur málfarsráðunautar og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í lok þáttar í sitt vikulega vísindaspjall.

Frumflutt

24. maí 2023

Aðgengilegt til

24. maí 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

,