• 00:02:39Vöðvarýrnun
  • 00:20:56Lífræn ræktun
  • 00:40:15Málfarsmínúta
  • 00:41:14Þjóðaskjalasafnsgeymsla heimsótt

Samfélagið

Vöðvarýrnun, lífræn ræktun, málfar og 12 km af skjölum

Við ætlum ræða um vöðvarýrnun, sem er eitthvað sem kemur fyrir okkur öll með hækkandi aldri, en er líka eitthvað sem við getum og eigum sporna gegn ef því verður mögulega við komið. Arnar Hafsteinsson íþróttafræðingur er með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum og vann rannsókn um vöðvarýrnun og hversu algengt þetta ástand, þessi sjúkdómur, er hér á landi. Við rýnum í rannsóknina. Mikil fjöldi eldri Íslendinga þjáist af vöðvarýrnun sem veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfið - svo ekki talað um skert lífsgæði.

Við förum í heimsókn í garðyrkjustöðina Sólbakka sem er staðsett á jörðinni Ósi í Hörgársveit. Þar er stunduð lífræn ræktun og undanfarið hefur verið lögð áhersla á ræktun gulróta. En hvernig er koma upp lífrænni garðyrkjustöð og hverjar hafa helstu áskoranirnar verið? Við fáum svör við þessum spurningum og fleiri til þegar við setjumst niður í létt kaffispjall með mæðgunum og garðyrkjubændunum Nönnu Stefánsdóttur og Sunnu Hrafnsdóttur.

Við höldum áfram kynna okkur leyndardóma Þjóðskjalasafns Íslands og þessu sinni förum við og skoðum risa vöruskemmu með fjöldanum öllum af vörumbrettum sem eru hlaðin endalausu magni kassa með skjölum og bókum og möppum, sumt er búið fara yfir, öðru á eftir sinna. Og þarna leynast sko fjársjóðir, og upplýsingar, misathyglisverðar auðvitað, en allt skiptir máli í stóra samhenginu. Gunnar Örn Hannesson er fagstjóri skráninga hjá Þjóðskjalasafninu.

Frumflutt

27. mars 2023

Aðgengilegt til

27. mars 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.