Við fjöllum um skýrslu sem nýlega kom út á vegum Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, en skýrslan er svokallað frumhagkvæmnismat á byggingu líforkuvers á Norðurlandi eystra. Staður eða verksmiðja sem mun taka við úrgangi og breyta honum í orku, úrgangi sem í dag er að mestu urðaður. Til að segja okkur frá þessu verkefni og stöðu þess kemur til okkar Kristín Helga Schiöth verkefnastjóri hjá SSNE.
Hingað kemur svo framkvæmdastjóri Frumtaka, Jakob Falur Garðarsson, en Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Hann ætlar meðal annars að tala við okkur um kostnað við nýjar meðferðir við alvarlegum sjúkdómum sem munu valda byltingu í heilbrigðisþjónustu á næstu árum.
Við fáum svo í lok þáttar umhverfispistil frá Bryndísi Marteinsdóttur.
Frumflutt
16. mars 2023
Aðgengilegt til
16. mars 2024
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.