• 00:02:39Endurkoma í íþróttum
  • 00:21:09Dýrfinna
  • 00:38:05
  • 00:38:09Endurnýting óvæntra hluta
  • 00:47:08Málfarsmínúta
  • 00:47:21Vísindaspjall

Samfélagið

Endurkoma í íþróttum, Dýrfinna, málfar og sykursýki

Hingað til okkar í gær kom Guðmundur Stephensen borðtennisleikari og goðsögn, sem gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistaratitillinn aftur, eftir hafa ekki spilað í áratug. Mögnuð endurkoma í íþrótt, og við ætlum rýna í endurkomur í íþróttum almennt með háskólakennara í íþróttafræðideildinni í Háskólanum í Reykjavík, Sveini Þorgeirssyni. Eru endurkomur algengar, hvað hefur helst áhrif; líkamlegt atgervi eða andlegt - eða kannski bara eðli íþróttarinnar sjálfrar?

Dýrfinna er félagsskapur sem sérhæfir sig í leit og björgun gæludýra. Mest er um leitað hundum sem hafa af einhverjum ástæðum sloppið frá eigendum sínum og ekki fundist. En oft finnast þeir reyndar, með hjálp sjálfboðaliða á vegum Dýrfinnu. Anna Margrét Áslaugardóttir er formaður Dýrfinnu. Heyrum í henni.

Málfarsmínúta er á sinum stað, og við ætlum líka fræðast aðeins um endurnýtingu á óvæntum hlutum sem falla til á heimilinu - en leikskólakennarar standa öðrum framar þegar kemur því endurnýta rusl - og við ræðum við eina á eftir, Mariu Ösp Ómarsdóttur.

Svo er vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur, hún ætlar ræða um briseyja ígræðslu til lækna sykursýki.

Frumflutt

8. mars 2023

Aðgengilegt til

8. mars 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.