Samfélagið

Jarðskjálftar í Tyrklandi og Sýrlandi og viðbrögð, býflugnabjörgun ESB

minnsta kosti 5000 eru látin í Tyrklandi og Sýrlandi eftir öfluga jarðskjálftahrinu sem hófst aðfararnótt 6. febrúar. Óttast er miklu fleiri hafi látist og mjög margir slasast. Þúsundir húsa hrundu í skjálftunum og björgunarfólk leggur allt kapp á til fólks sem er fast í rústum mannvirkja. Tveir stórir skjálftar urðu, fyrri snemma á mánudagsmorgun 7.8 stærð og seinni um kl. 13.30. var af stærðinni 7.5. mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er líklegt skjálftarnir hafi áhrif á um 23 milljónir manna í Tyrklandi og Sýrlandi. Við ætlum tala um þessar hamfarir við Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunnijarðskjálftafræðing og vita betur hvað gerðist þarna.

Og núna á eftir mun hópur Íslendinga fljúga með flugvél Landhelgisgæslunnar til Tyrklands og taka þátt í björgunarstörfum. Slysavarnarfélagið Landsbjörg og utanríkisráðuneytið hófu þegar undirbúa slíka aðstoð í gærmorgun. Um 80 alþjóðlegar sveitir taka þátt í björgunaraðgerðum vegna jarðskjálftanna. Við heyrum meira af þessu og ræðum við Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúa Landsbjargar

Það blasir við þessum öflugu jarðskjálftum í Tyrklandi og Sýrlandi fylgir mikil neyð og mikilvægt bregðast hratt við. Það hefur Rauði krossinn gert, eins og jafnan þegar slík áföll dynja yfir. Samtökin hér á landi hafa þegar hafið neyðarsöfnun. Atli Viðar Thorstensen er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi. Atli kemur til okkar.

VIð ræðum líka um býflugur, því Evrópusambandið hefur gefið tilskipun til sinna aðildaríkja sinna um nauðsynlegt grípa til aðgerða til bjarga þeim, en þeim hefur fækkað mjög vegna landbúnaðarhátta og eiturefnanotkunar. Þau í Brussel hafa líka reiknað út býflugurnar koma með hundruði miljarða inn í evrópskan landbúnað með sínu vinnuframlagi - sem er auðvitað sjálfboðastarf. Hvaða aðgerðir getur Evrópa gripið til og ætti Ísland gera eitthvað líka? Við ræðum við Tómas Óskar Guðjónsson líffræðing og býflugnabónda.

Frumflutt

7. feb. 2023

Aðgengilegt til

8. feb. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.