Bruni í borholu, ferðaþjónusta, flugvélarusl og breytingar
Svo förum við á vettvang bruna í Mosfellsdal, þar sem húsið yfir heitavatnsborholuna MG 29 brann til kaldra kola á föstudaginn var. Við hittum sérfræðing frá Veitum þar sem segir okkur betur frá því sem þar gerðist og hvað það þýðir. Egill Maron Þorbergsson.
Við ætlum að taka stöðuna á ferðaþjónustunni sem er að koma út úr hátíðardagskránni sinni eins og við öll, en það reyndi mikið á þau vegna ófærðar og veðurs - Bjarnheiður Hallsdóttir formaður stjórnar samtaka ferðaþjónustunnar sest hjá okkur, við ræðum um tapið sem varð vegna vegalokana, hvert ferðafólk var að stefna og hvort vetrarríkið Ísland henti ferðamennsku
Hvað á að gera við rusl frá flugvélum? Flugfarþegar þekkja það eflaust flestir að í háloftunum eru engar flokkunartunnur sem bætist við flugviskubit einhverra. En rusl sem skapast í alþjóðlegum ferðalögum, og ekki aðeins frá farþegum, hefur hingað til ekki verið flokkað, það er brennt eða urðað. Umhverfisstofnun og Matvælastofnun hafa gefið út nýjar leiðbeiningar um það hvernig mætti breyta þessu þannig hægt sé að flokka úrgang frá flugvélum og skipum - við ræðum um flugvélarusl seinna í þættinum.
Páll Líndal umhverfissálfræðingur er svo með sinn pistil og ætlar að velta fyrir sér ástæðum þess að við frestum því gjarnan að taka ákvörðun, gæti það verið vegna þess að við óttumst breytingar?
Frumflutt
3. jan. 2023
Aðgengilegt til
4. jan. 2024
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.