• 00:02:39Kolefnisspor framkvæmda
  • 00:26:46Líknarmiðstöðvar
  • 00:47:21Málfarsmínúta
  • 00:48:32Vísindaspjallið

Samfélagið

Kolefnisspor framkvæmda, líknarmiðstöðvar, málfar og býflugur

VIð kíkjum á fund um kolefnisspor framkvæmda, ræðum við fulltrúa frá þremur stórum framkvæmdaaðilum á Íslandi um hvaða leiðir þau fara til lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda í sinni starfsemi og hvaða áskoranir eru við grænu skrefin.

Rætt við:

Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkefnisstjóri í sjálfbærni hjá Isavia

Páll Valdimar Kolka, verkefnastjóri umhverfismála hjá Vegagerðinni

Ívar Kristinn Jasonarson, sérfræðingur hjá Loftslagi og grænum lausnum hjá Landsvirkjun

Við ætlum einnig kynna okkur starfsemi líknarmiðstöðva sem eiga styrkja líknarþjónustu innan heilbrigðisþjónustunnar um land allt . Sérhæfing í líknarþjónustu hefur aukist, en frekari þróunar er þörf auk þess sem kallað er eftir meiri stuðningi, þá bæði við heilbrigðisstarfsfólk, sjúklinga og aðstandendur. Við ræðum við Svandísi Írisi Hálfdánardóttur sem er verkefnisstjóri líknarmiðstöðvar landspítalans.

Þá er málfarsmínútan á sínum stað og svo ræðum við afdrif býflugna í vísindaspjalli dagsins með Eddu Olgudóttur

Frumflutt

16. nóv. 2022

Aðgengilegt til

17. nóv. 2023
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.