Samfélagið

Sorg, hennar rödd og dýrspjall

Sorg er sammannleg tilfinning sem tekur á sig ýmsar myndir. Enginn kemst í gegnum lífið án þess upplifa sorg. Sorgarmiðstöð er staður sem styður við syrgjendur. Þau Karólína Helga Símonardóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar og Gísli Álfgeirsson stjórnarmeðlimur ræða sorgina og það starf sem fram fer í Sorgarmiðstöðinni.

Hennar rödd eru félagasamtök sem starf með það markmiði auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Samtökin hlutu í vikunni jafnréttisviðurkenningu á jafnréttisþingi. Þær Chanel Björk Sturludóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir segja okkur meira frá Hennar rödd.

Málfarsmínútan er svo á sínum stað.

Í lok þáttar fáum við dýraspjallið svokallaða, dagskrárliður sem fjallar ekkert endilega alltaf um dýr, heldur eru vistkerfin öll jafnan undir og við fáum þá gjarnan til okkar náttúruvísindafólk og forvitnumst um þeirra störf og sérfræðiþekkingu - þessu sinni er það Rakel Guðmundsdóttir líffræðingur hjá Hafró sem kom til okkar, hún sérhæfir sig meðal annars í útreikningum á burðarþoli íslenskra fjarða - getur þá reiknað út hvort og hversu mikið af sjókvíaeldi þeir þola - en eldisræktun er umdeilt hitamál á Íslandi og því eflaust fróðlegt heyra af störfum Rakelar.

Frumflutt

28. okt. 2022

Aðgengilegt til

29. okt. 2023
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.