Mannréttindi geðfatlaðra, aldursfordómar á vinnumarkaði og lauf
Er geðfötluðu fólki mismunað í íslenskum lögum? Þurfa þeir sem glíma við geðrænar áskoranir fjölbreyttari stuðning og meðferð heldur en nú er veitt? Við ræðum þessi mál við Helgu Baldvins Bjargardóttir mannréttindalögmann og þroskaþjálfa. Hún var í áhugaverðu viðtali í Geðhjálparblaðinu sem kom út í mánuðinum þar sem hún ræddi meðal annars úreltar nálganir í þessum málaflokki. Við fáum að vita meira um það.
Við ræðum við Kára Kristinsson prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, en hann hefur rannsakað aldursfordóma á íslenskum vinnumarkaði, og þá hvort eldri umsækjendur séu metnir öðruvísi en þau sem yngri eru þegar kemur að ráðningum í störf.
Við fáum svo eitt ruslarabb, þar verður tekið fyrir hvernig rétt sé að farga dún-koddum og sængum.
Stefán Gíslason flytur okkur svo umhverfispistilinn í lok þáttar.
Frumflutt
27. okt. 2022
Aðgengilegt til
28. okt. 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.