Samfélagið

Mannréttindi geðfatlaðra, aldursfordómar á vinnumarkaði og lauf

Er geðfötluðu fólki mismunað í íslenskum lögum? Þurfa þeir sem glíma við geðrænar áskoranir fjölbreyttari stuðning og meðferð heldur en er veitt? Við ræðum þessi mál við Helgu Baldvins Bjargardóttir mannréttindalögmann og þroskaþjálfa. Hún var í áhugaverðu viðtali í Geðhjálparblaðinu sem kom út í mánuðinum þar sem hún ræddi meðal annars úreltar nálganir í þessum málaflokki. Við fáum vita meira um það.

Við ræðum við Kára Kristinsson prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, en hann hefur rannsakað aldursfordóma á íslenskum vinnumarkaði, og þá hvort eldri umsækjendur séu metnir öðruvísi en þau sem yngri eru þegar kemur ráðningum í störf.

Við fáum svo eitt ruslarabb, þar verður tekið fyrir hvernig rétt farga dún-koddum og sængum.

Stefán Gíslason flytur okkur svo umhverfispistilinn í lok þáttar.

Frumflutt

27. okt. 2022

Aðgengilegt til

28. okt. 2023
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.