Sérstakur hafragrautur, jarðhiti, málfar og stofnlíffræði
Nú stendur fyrir dyrum að kanna möguleikana á að bora eftir heitu vatni á Kjalarnesi. Við ætlum að tala um heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu við tvo sérfræðinga sem koma að kortlagningu svæða í og við höfuðborgina þar sem jarðhita er að finna. (Egill Maron Þorbergsson Veitur
og Þráinn Friðriksson OR)
Björk Bjarnadóttir kom til okkar fyrir skemmstu, þá var hún á leið í alþjóðlega hafragrautskeppni í Skotlandi. Hún er búin að keppa, við fáum að vita hvernig gekk - og fáum líka að vita uppskriftina af sérstaka hafragrautnum hennar - sem er getum við staðfest verulega gómsætur. Það munu allir sem hlusta á þetta samtal vilja prófa sig áfram í hafragrautsgerð, sannið til.
Málfarsmínúta
Svo fáum við dýraspjall í lok þáttar, við leitum gjarnan til okkar besta náttúruvísindafólks og gefum þeim lausan tauminn, að þessu sinni er það Snæbjörn Pálsson sem er prófessor í stofnlíffræði við Háskóla Íslands sem kemur og segir okkur meðal annars af breytileika dýrategunda hér á Íslandi og rannsóknir á þeim.
Frumflutt
21. okt. 2022
Aðgengilegt til
22. okt. 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.