Persónuvernd, persónuleg ábyrgð, ruslarabb og umhverfissálfræði
Persónuvernd og tengd mál verða sífellt mikilvægari þegar þjónusta og samskipti færast í síauknum mæli á netið og notendahópurinn færist sífellt neðar í aldri. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ræddi þau mál.
Við ræðum persónulega ábyrgð þegar kemur að loftslagsmálum. Ágústa Loftsdóttir, eðlisfræðingur og sérfræðingur í orkumálum.
Í ruslarabbi dagsins var rætt við Eirík Örn Þorsteinsson um hvert maður á að fleygja snýtibréfi og eldhúspappír.
Páll Líndal umhverfissálfræðingur flutti sinn reglulega pistil.
Frumflutt
11. okt. 2022
Aðgengilegt til
12. okt. 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.