Forvarnardagurinn, regnbogavottun, málfar og erfðabreytileiki
Í dag er forvarnardagurinn haldinn í mörgum skólum, í sautjánda sinn. Á þessum degi er athygli sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Í ár er yfirskrift forvarnadagsins: Hugum að verndandi þáttum ? áskoranir í lífi barna og ungmenna. Við ætlum ræða forvarnir í grunnskólum við Ingibjörgu Guðmundsdóttur verkefnastjóra heilsueflandi grunnskóla hjá embætti Landlæknis.
Svandís Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur í hinsegin- og kynjajafnréttismálum: Við ætlum svo að fræðast um svokallaða regnbogavottun, þetta kemur frá Reykjavíkurborg og snýst um að starfstaðir og stofnanir uppfylli ákveðnar kröfur um að vera hinseginvæn, þetta á við til dæmis um sundlaugar, sem bjóða þá meðal annars upp á ókynbundna búningsaðstöðu - og skólana, hvers hlutverk auðvitað er að mæta þörfum allra nemenda, en þannig er að málefni hinsegin barna sem sækja skóla hafa verið lítið sem ekkert tekin fyrir.
Málfarsmínúta o
Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar í dag að fjalla um erfðabreytileika sem gæti haft áhrif á hversu veikt fólk verður af Covid 19.
Frumflutt
5. okt. 2022
Aðgengilegt til
6. okt. 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.