Staðlar á kolefnisjöfnun, svefnbylting, málfar og kvartanir ferðafólks
Við erum alltaf að heyra meira og meira um kolefnisjöfnun, en þessu fyrirbæri er haldið á lofti víða í samfélaginu, hjá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum, og því haldið fram að með kolefnisjöfnun sé verið að þurrka út kolefnissporið sem fylgir nánast öllum mannanna verkum. En kolefnisjöfnun er hinsvegar flókið dæmi og það er ekki endilega samasemmerki á milli kolefnisjöfnunar og raunverulegar kolefnisbindingar. Áður en farið er í að rýna í raunverulega virkni kolefnisjöfnunar þarf að skilgreina hana betur - og Staðlaráð Íslands vinnur hörðum höndum að því. Viðmælendur: Helga Sigrún Harðardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs og Haukur Logi Jóhannsson verkefnastjóri loftslagsverkefna
Svefnbyltingin er hafin í Háskólanum í Reykjavík en þar stendur nú yfir rannsókn á lífstíl fólks á aldrinum 18-40 ára og mögulegum áhrifum á kæfisvefn. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir doktorsnemi við íþróttafræðideild skólans segir okkur meira um þetta.
Málfarsmínúta
VIð fáum svo neytendaspjall við ætlum að ræða við Ívar Halldórsson stjórnanda evrópsku neytendavaktarinnar um helstu umkvörtunarefni ferðalanga sem rata inn á þeirra borð.
Frumflutt
12. sept. 2022
Aðgengilegt til
13. sept. 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.