Samfélagið

Loftlagsáhrif á byggðir landsins, pönk í Kóp, málfar og safn

Ragnhildur Friðriksdóttir sérfræðingur hjá Byggðastofnun: Ættu og ætla byggðir landsins búa sig undir loftlagsbreytingar? Hvaða áhrif hefur loftlagsváin á þéttbýli Íslands? Hagsmunaaðilar hafa komið saman og skoðað hvernig aðlaga innviði okkar, atvinnuvegi og samfélög því sem vænta má.

Við gerðum okkur ferð suður í Kópavog í morgun og hittum þar einn af kyndilberum pönks á Íslandi, Gunnar Lárus Hjálmarsson; Dr. Gunna. Hann mun leiða göngu á miðvikudaginn næsta um slóðir pönksins í Kópavogi. Hann rekur fyrir okkur pönksöguna.

Málfarsmínúta

Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV: úr safni rúv fannst gamall bútur úr síðdegisþætti frá fyrstu árum Rásar 2, þar sem Margrét Blöndal og Broddi Broddason áttu sviðið.

Frumflutt

5. sept. 2022

Aðgengilegt til

6. sept. 2023
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.