Við ætlum að forvitnast um starfsemi Umhverfisstofnunar, sem er stór stofnun meða afar vítt starfssvið. Forstjórinn Sigrún Ágústsdóttir sest hjá okkur.
Svo ætlum við að heyra fréttir frá Grænlandi. Af hreindýraveiðum, ferðaþjónustu, ráðstefnuhaldi og sterkasta manni Grænlands, svo eitthvað sé nefnt. Inga Dóra Guðmundsdóttir í Nuuk verður á línunni.
Við veltum líka fyrir okkur ferðasumrinu 2022 hér á landi og hvernig haustið og veturinn líta út. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir okkur allt um það.
Frumflutt
18. ágúst 2022
Aðgengilegt til
19. ágúst 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.