Skólamál, krabbameinsáætlun, fleirtala, kassakvittanir og bakteríur
Nemendur eru þessa dagana að klára önnina og þreyta próf, þó þau séu reyndar á undanhaldi í grunnskólum. Rætt við tvo kennara: Björn Kristjánsson og Huldu Dögg Proppé.
Við heimsækjum Krabbameinsfélagið og tölum um krabbameinsáætlun sem er í gildi til ársins 2030. Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri.
Eiríkur Örn Þorsteinsson hjá Sorpu fjallar um hvernig maður á að losa sig við kassakvittanir. Þær eiga ekki að fara í pappírstunnuna.
Í málfarsmínútu dagsins fjallar Guðrún Línberg Guðjónsdóttir um fleirtöluorð.
Edda Olgudóttir fjallar um bakteríur og sýklalyfjaónæmi.
Frumflutt
18. maí 2022
Aðgengilegt til
19. maí 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.