Samfélagið sendir meðal annars út frá Hofi á Akureyri þar sem fram fer fjölmenn ráðstefna Samorku, Samorkuþing. Þar hittast fulltrúar félaga og fyrirtækja í orkugeiranum og veitustarfsemi og skiptast á skoðunum og upplýsingum.
Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku og Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri í Hofi ræða um þingið og tilgang þess.
Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir frá framtíðarsýn Landsvirkjunar
Sunna Mjöll Sverrisdóttir sérfræðingur í hitaveitu hjá Veitum lýsir áskorunum tengdum þéttingu byggðar og uppbyggingu íbúðarsvæða.
Málfarsmínúta
Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV: Flutt veðrur innslag frá árinu 1998 um tvöþúsundvandann sem margir sem óttuðust á sínum tíma, mikil óvissa var tengd hvernig tölvukerfi tækju við aldamótunum og ráðstafanir voru töluverðar.
Frumflutt
9. maí 2022
Aðgengilegt til
10. maí 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.