Bensínhreinsun, félagslíf humra, flokkun lyfja og síðasta viðvörunin
Kristín Kröyer sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun: Hvernig er bensínmengaður jarðvegur hreinsaður? Ráðgert er að hreinsa jarðveg á Hofsósi eftir að í ljós kom að bensíntankur neðanjarðar hafði lekið í langan tíma með þeim afleiðingum að hús í nágrenni hans urðu óíbúðarhæf. Það er ekki beinlínis hlaupið að því að laga svona mengun, en búið er að setja upp búnað til þess.
Jónas P. Jónasson fiskifræðingur: Við heimsækjum Hafrannsóknastofnun og spjöllum við sérfræðing í atferli og félagslífi humra sem hefur notað hljóðmerki við rannsóknir sínar.
Eiríkur Þorsteinsson sérfræðingur hjá Sorpu: ruslarabb um lyf, flokkun og förgun
Stefán Gíslason með umhverfispistil þar sem hann rýnir í 6. stöðuskýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, eða, eins og skýrslan hefur verið kölluð: síðasta viðvörunin.
Frumflutt
7. apríl 2022
Aðgengilegt til
8. apríl 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.