Samfélagið

Kvikmyndabransi í kreppu, Rússar úr Evrópuráði, málfar og dýraspjall

Ásgrímur Sverrisson ritstjóri Klapptrés: Á sama tíma og við höfum aldrei horft meira á bíó og þætti hefur áhorf á Óskarsverðlaunahátíðina dregist verulega saman síðastliðin ár. En hvað veldur?

Rússlandi var á dögunum vikið úr Evrópuráðinu vegna innrásarinnar í Úkraínu og er því ekki lengur aðili Mannréttindasáttmála Evrópu. Við sláum á þráðinn til Hildar Hjörvar í Strassborg þar hún starfar sem lögfræðingur við Mannréttindadómstólinn. Hún ætlar segja okkur frá þessum vendingum og hvaða þýðingu þær hafa.

Málfarsmínúta

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur kemur í Dýraspjallið og segir okkur frá sveppum sem nærast á keratíni og hafa lagst á dýr og valdið miklum óskunda.

Frumflutt

1. apríl 2022

Aðgengilegt til

2. apríl 2023
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.