Samfélagið

Hjólandi á landsbyggðinni, þungunarrof, málfar og lyf gegn covid

Nýleg könnun sýnir Akureyringar stóla á bílana sína meira en aðrir landsmenn. Það er enda oft sagt því minni sem plássinn eru, því styttri vegalengdir - því meira bílinn notaður. Þetta er bílamenning var sagt í umfjöllun um málið í fréttum RÚV á dögunum, menning sem þarf stíga út úr. Í þættinum er rætt við tvær manneskjur sem hafa einmitt gert það, velja annan faramáta en flest samferðarfólk sitt. Pétur Halldórsson á Akureyri og Tinna Ólafsdóttir á Ísafirði.

Í næstu viku hefjast réttarhöld yfir pólska aðgerðasinnanum Justynu Vidsjinsku). Henni er gert sök hafa útvegað barnshafandi konu þungunarrofslyf, en lagaramminn þar í landi er strangasti í Evrópu þegar kemur þungunarrofi. Í þættinum í dag heimsækjum við samtök í Austurríki sem aðstoða pólska einstaklinga við undirgangast þungunarrof í Vín, heyrum af máli Justynu og hvernig formleg og óformleg samtök í nágrannalöndum Póllands hjálpa þeim sem ekki geta reitt sig á eigið heilbrigðiskerfi til sinna grunnþörfum.

Málfarsmínúta

Edda Olgudóttir: Vísindaspjall um rannsóknir sem mögulega verða til þess hægt verði búa til fyrirbyggjandi lyf fyrir covid.

Birt

30. mars 2022

Aðgengilegt til

31. mars 2023
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.