Samfélagið

Kók í endurunnið plast, vísindamaður vikunnar og lágkolvetnamataræði

Einar Snorri Magnússon forstjóri Coca Cola á Íslandi: fyrirtæið stefnir því hafa allar plastumbúðir um gos og drykki úr hundrað prósent endurunni plasti. Rætt við Einar um grænu skrefin, áskoranirnar og framtíðina.

Jón Gunnar Bernburg: Við höldum áfram kynna rannsóknarstarfið í Háskóla Íslands í samstarfi við Vísindavefinn. þessu sinni er Jón Gunnar Bernburg vísindamaður vikunnar hér í Samfélaginu. Jón Gunnar er prófessor í félagsfræði sem hefur hann komið víða við í rannsóknum sínum, en síðustu ár hefur hann beint sjónum sínum fjöldamótmælum á Íslandi. Afhverju mótmælir fólk, hvað kenndi búsáhaldabyltingin og Panama-hneykslið okkur og hvað segja viðbrögð okkar við sóttvarnarreglum um okkur sem samfélag? Heyrum af því hér á eftir.

Sigríður Lára Guðmundsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur: Sigríður er ein af sex sérfræðingum sem skrifa í nýjasta tölublað Læknablaðsins og lýsa yfir áhyggjum sínum af því fólk sem er hreyfa sig taki út heilu fæðuflokkana eins og þegar fólk kýs háfitu-lágkolvetna fæði. Það geti haft slæm áhrif á heilsufar fólks og nýjar rannsóknir bendi til þess háfitu-lágkolvetna mataræði geti dregið úr árangri í íþróttum.

Birt

8. feb. 2021

Aðgengilegt til

8. feb. 2022
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir, Halla Harðardóttir og Leifur Hauksson.