Kvöldfréttir útvarps

Önnur staða skólameistara auglýst og ráðherrar geta ekki lesið allt

Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum heyrði fyrst af því í hádegisfréttum RÚV menntamálaráðherra hefði ákveðið framlengja ekki skipunartíma hans heldur auglýsa stöðuna lausa til umsóknar

Innviðaráðherra segist ekki hafa haft ráðrúm til lesa skýrslu sem hann vísaði til í Samgönguáætlun þar sem skýrslan hafi komið út átta dögum áður. Formaður Flokks fólksins segir ákvarðanir ráðherra oft teknar í samvinnu við aðra starfsmenn innan ráðuneyta og oft gefist ekki tími til lesa öll gögn.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir sekt Evrópusambandsins á samfélagsmiðilinn X árás á bandarísk tæknifyrirtæki og almenning í Bandaríkjunum af hálfu erlendra stjórnvalda. Dagarnir þar sem Bandaríkjamenn séu ritskoðaðir á netinu séu liðnir.

Hofsjökull hefur rýrnað um rúmlega sautján prósent frá því mælingar hófust 1987. Jökullinn hefur minnkað um tvö prósent frá því í fyrra.

Netflix gæti á næstu dögum eignast streymisveituna HBO og framleiðsluréttinn á kvikmyndum og þáttum um Harry Potter og Batman ef kaup fyrirtækisins á Warner Bros Discovery ganga í gegn. Ef fyrirtækin sameinast myndu þau stjórna um helmingi streymismarkaðarins í Bandaríkjunum.

Frumflutt

5. des. 2025

Aðgengilegt til

5. des. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,