Málefni barna í vanda, Zelensky og Trump, þakklátur ferðalangur
Ríkið tekur á þessu ári við málaflokki barna með fjölþættan vanda og hraðar byggingu hjúkrunarheimila með stuðningi við sveitarfélögin. Samkomulag um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga var undirritað í dag.
Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, spurði á Alþingi í dag hvort ekki væri nauðsynlegt að rannsaka stjórnsýslu í tengslum við meðferðarúrræði barna.
Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti bindur vonir við að varanlegur friður komist á í landinu á þessu ári. Hann ræddi við Bandaríkjaforseta í dag.
Og Bandaríkjamaður sem fannst kaldur og hrakinn í Loðmundarfirði í síðustu viku þakkar þykkri úlpu að hann náði að halda á sér hita í fjórar nætur undir berum himni.
Umsjón: Alexander Kristjánsson og Ævar Örn Jósepsson