Umboðsmaður barna beinir spjótum sínum að ráðherra
41 sinni hefur barn verið vistað í fangageymslu lögreglunnar að Flatahrauni í Hafnarfirði. Umboðsmaður barna gagnrýnir misvísandi upplysingar frá barnamálaráðherra og Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs barna-og fjölskyldustofu ætlar að láta loka úrræðinu strax.
Utanríkisráðherra telur rétt að tvöfalda framlög Íslands til varnarmála. Ekki stendur til að gera miklar breytingar á varnarsamningi Íslands við Bandaríkin.
Tíu særðust í árásum Rússa á íbúðahverfi í Úkraínu í nótt.
Lokakaflinn á Sundhnúksgígaröðinni er líklega hafinn að sögn jarðeðlisfræðings. Hann býst við einu gosi til viðbótar.
Tunglleiðangur fyrirtækisins Intuitive Machines misheppnaðist eftir að tunglfar þess lenti á tunglinu á hliðinni. Farið flutti búnað sem átti að nýta til að leita að vatni og öðrum auðlindum.
Um fimmtíu manns missa vinnuna hjá útgerðarfélaginu Brimi þegar einum frystitogara fyrirtækisins verður lagt.