Bandaríkin og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um tollamál. Donald Trump og Ursula von der Leyen náðu saman á fundi í Skotlandi.
Unnið er að því hörðum höndum að koma í veg fyrir að Evrópusambandið leggi tolla á kísilmálm og tengdar vörur, segir utanríkisráðherra. Hún er vongóð um að lausn náist áður en tollarnir verða teknir upp.
Aðeins þrjátíu og tvö prósent Pólverja á Íslandi þáðu þrjá skammta af bóluefni í Covid-faraldrinum, samanborið við meira en sjötíu prósent Íslendinga. Stjórnvöld þurfa að finna betri leiðir til að ná til allra í fjölmenningarsamfélagi, segir prófessor í fjölmiðlafræði.
Streitan hverfur ekki af sjálfu sér þó að fólk fari í sumarfrí. Streitusérfræðingur segir mikilvægt að fólk gefi sér svigrúm til að slaka á.
Háspenna er í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta.