Kolmónoxíðeitrun, sem talin er hafa orsakað veikindi nokkurra einstaklinga í flugi, sem beint var til Keflavíkur í dag, getur verið banvæn. Mikið viðbragð var vegna komu vélarinnar enda ástæður veikindanna óljósar.
Hamas-samtökin ætla að leysa tíu gísla úr haldi náist vopnahléssamkomulag við Ísrael. Þau leggja áherslu á varanlegt vopnahlé og að flæði hjálpargagna verði tryggt.
Framkvæmdastjóri Samáls segir tvöföldun innflutningstolla Bandaríkjaforseta á ál og stál hafi lítil áhrif á íslenska framleiðslu, sem seld er til Evrópu.
Formaður Samtaka atvinnulífsins segir það vanhugsað að fyrirhuguð lagasetning um kílómetragjald taki gildi í sumar. Betra samtal þurfi milli stjórnvalda og atvinnulífsins þegar kemur að nýrri lagasetningu.
Í dag er allra síðasti séns fyrir notendur Facebook og Instagram að andmæla því að gögn þeirra verði notuð til að þjálfa gervigreindarlíkan móðurfyrirtækisins Meta.