Þjóðveginum milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar verður lokað í kvöld vegna veðurútlits. Ekki verður athugað með opnun fyrr en í fyrramálið.
Breytingar á ríkisstjórn tóku formlega gildi síðdegis í dag. Ragnar Þór Ingólfsson er nýr ráðherra en Inga Sæland fer á milli ráðuneyta.
Formaður spretthóps borgarinnar í leikskólamálum hafnar því að ósætti innan stjórnmálaflokka og yfirvofandi sveitastjórnarkosningar hafi haft áhrif á vinnu hópsins að Reykjavíkurleiðinni svokölluðu.
Mesta frost í fimm ár mældist í Danmörku í dag. Tryggingafélög óttast fjölda tjónatilkynninga vegna frostskemmda.