Mikill viðbúnaður er úti fyrir Örfirisey í Reykjavík. Leitað er að sundmanni sem ekkert hefur spurst til í rúmar tvær klukkustundir.
Utanríkisráðherra Bretlands segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki i hagsmunagæslu NATÓ á norðurslóðum. Hann er hér á landi í dag og átti fund með utanríkisráðherra.
Ofbeldi sem þrífst í raunheimum þrífst líka á netinu. Talskona Stígamóta hvetur íslensk stjórnvöld að fara að fordæmi Svía og breyta hegningarlögum sem ná yfir starfsemi samfélagsmiðla eins og Onlyfans.
Maður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að særa tugi manna þegar hann ók á mannfjölda í Liverpool á mánudag. Sjö liggja enn á sjúkrahúsi.
Lífstíðardómur hefur verið kveðinn upp yfir suðurafrískri konu sem var sakfelld fyrir að selja barn sitt. Barnið hvarf sporlaust fyrir rúmlega ári síðan.