Skipulögð glæpastarfsemi, hungur á Gaza, Guðlaugur Þór um tolla og ESB, fólki bjargað af heitu hrauni og nasistagull í Póllandi
Ríkislögreglustjóri segir skipulagða glæpastarfsemi síður en svo á undanhaldi á Íslandi og að gengjum fari fjölgandi.
Hjálparsamtök segja þörf á margfalt meiri hjálpargögnum til Gaza en nú er flutt þangað.
Fyrrverandi utanríkisráðherra segir miður að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi ekki fullvissað Íslendinga um að ástæðulaust væri að hafa áhyggjur af verndartollum, í nýafstaðinni heimsókn sinni til landsins.
Arion banki hagnaðist um nærri tíu milljarða á öðrum ársfjórðungi, og samtals um sextán milljarða á fyrri hluta árs.
Lögreglan á Suðurnesjum hjálpaði fólki niður af hraunbreiðunni við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í dag. Ítrekað hefur verið varað við því að ganga á nýju og nýlegu hrauni.
Yfirvöld í Póllandi hafa heimilað uppgröft á gömlu hersvæði nasista í landinu. Talið er að gull og gersemar sem nasistar tóku ófrjálsri hendi leynist þar í gömlu byrgi.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir og Ævar Örn Jósepsson