Verðbólga eykst úr 4,5% í 5,2% og hefur ekki mælst meiri í að verða eitt og hálft ár. Hækkunin er töluvert meiri en allar opinberar spár gerðu ráð fyrir.
Ný ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um stóraukinn loðnukvóta eru góðar fréttir fyrir sjávarbyggðir þar sem margir vinna við uppsjávarvinnslu.
Evrópusambandið hefur sett íranska byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir þetta löngu tímabært.
HS Orka stefnir á að virkja Eldvörp á Reykjanesi. Lagðar verða leiðslur frá gömlum borholum í Eldvörpum að virkjuninni í Svartsengi og orkan beisluð þar.
Bandaríkjaforseti segir Rússlandsforseta hafa samþykkt að fresta árásum á borgir í Úkraínu í viku vegna vetrarkulda. Íbúar hafa verið án rafmagns og hita vegna árása Rússa á orkuinnviði landsins.
Lagfæringum á Þórunni Þórðardóttur, nýju skipi Hafrannsóknastofnunar, er nánast lokið. Alls var kostnaður við lagfæringar 169 milljónir króna en skipið kom nýsmíðað til landsins síðasta vor.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir