Nágranni konu, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir eldsvoða í Reykjanesbæ í gær, reyndi að bjarga henni út úr brennandi íbúðinni. Hann heyrði konuna kalla á hjálp en hún var föst inni í brennandi íbúðinni.
Framkvæmdastjóri NATO segir það draumsýn að Evrópa geti varið sig án Bandaríkjanna. Til þess þyrfti fjárfestingu upp á marga milljarða evra.
Sérfræðingur í tæknirétti fagnar því að Evrópusambandið ætli að hefja rannsókn á gervigreindarlíkaninu Grok vegna dreifingar þess á ólöglegu efni sem jaðar við barnaníð. Það hafi komið á óvart að ekki hafi verið ráðist í rannsóknina fyrr.
Ríkisstjórn Svíþjóðar ætlar að leggja fram frumvarp sem lækkar sakhæfisaldur úr 15 árum í 13 fyrir alvarlega glæpi. Áformin mæta andstöðu víða, meðal annars hjá lögreglu og saksóknurum.
Snjóleysi í Bláfjöllum í vetur hefur leikið skíðafólk grátt, rekstrarstjóri skíðasvæðisins heldur í vonina um að brátt verði hægt að renna sér í fjallinu.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson