Formaður Afstöðu segir það sorglegt að ítrekað þurfi að vara við ákveðnum einstaklingum sem vitað sé að eru hættulegir og brjóti síðan af sér. Dómsmálaráðherra boðar frumvarp um öryggisráðstafanir.
Kári Stefánsson var látinn fara frá Íslenskri erfðagreiningu af strategískum ástæðum. Hann segir uppsögnina hafa verið fyrirvaralausa.
Reykjavíkurborg skilaði tæplega ellefu milljarða króna afgangi á síðasta ári - fulltrúar minnihluta og meirihluta takast á um ársreikningi borgarinnar sem birtur var í dag.
Kennarar í grunn- og framhaldsskólum hafa orðið varir við aukna niðrandi orðræðu meðal nemenda, og í sumum tilfellum foreldra, í hinsegin málefnum, dósent við faggreinakennslu í Háskóla Íslands telur mikilvægt að bregðast við því.
Íslenski Eurovision-hópurinn er kominn til Sviss. VÆB-bræður lofa stærra og betra atriði á stóra sviðinu.