Úrhelli á Ólafsfirði, ákært í Þorlákshafnarmáli og símtal forseta vekur ekki von um frið
Enn er hætta á skriðum á Norðurlandi þar sem úrkoma hefur verið mjög mikil. Slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð segir stöðuna þó betri en búist var við.
Rússlandsforseti heitir því að hefna aðgerða Úkraínuhers sem grandaði fjörutíu rússneskum herþotum í háleynilegri aðgerð á dögunum. Bandaríkjaforseti segir engan frið í augsýn eftir símtal við Rússlandsforseta. .
Meðal þeirra fimm sem eru ákærð í Þorlákshafnarmálinu er þekktur glæpamaður sem hefur oft komið við sögu lögreglu. Hin fjögur eru ungmenni um tvítugt.
Seðlabankastjóri segir frekari lækkun stýrivaxta velta á því hvernig verðbólga þróast í sumar. Veiking Bandaríkjadals gæti haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna.
Nýr sendiherrabústaður í Ósló kostaði rúmlega sjöhundruð og fimmtíu (750) milljónir króna. Hann er í dýrasta hverfi Noregs. Gamli bústaðurinn er enn til sölu – ásett verð slagar hátt í milljarð.