Heiða enga kveðju fengið frá forystunni og svekkjandi jafntefli á EM
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri íhugaði að taka ekki sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir að hafa tapað oddvitakjöri. Hún hefur ekkert heyrt frá flokksforystunni.
Rannsókn óháðra sérfræðinga á andlátum sem skráð voru í dánarmeinaskrá vegna COVID-19 bólusetninga leiddi í ljós að bólusetning var ekki dánarmeinið.
Bandaríkjaforseti fundaði lengi með heimavarnarráðherra í gærkvöld, eftir að ákveðið var að fækka ICE-liðum í Minneapolis. Íslenskur íbúi í borginni segir borgarbúa bíða milli vonar og ótta eftir að aðgerðum ICE-liða ljúki.
Eftir svekkjandi jafntefli við Sviss þarf íslenska handbolta-landsliðið bæði að vinna Slóvena á morgun og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að komast í undanúrslit Evrópumóts karla í handbolta.