Rof Rússa á lofthelgi Póllands er að mati sérfræðinga tilraun þeirra til að láta reyna á loftvarnir Pólverja og samstöðu Vesturlanda. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa flest verið á eina leið.
Tóninn verður sleginn fyrir þingveturinn þegar forsætisráðherra flytur stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Ummæli forseta Íslands um málþóf við þingsetningu virðast hafa fallið í grýttan jarðveg hjá þingmönnum. Ólafs Þ. Harðarson,
Stjórnmálafræðingur telur að stjórnarflokkarnir eigi ekki eftir að líða langt málþóf.
Útgöngubann er í gildi í Nepal eftir hörðustu mótmæli þar í landi í áratugi.
Velta danska lyfjarisans Novo Nordisk á síðasta ári var þúsund milljörðum meiri en landsframleiðslan á Íslandi. Sérfræðingur segir óheppilegt þegar eitt fyrirtæki verður svona stórt í hagkerfinu.
Rúmlega 70 prósent landsmanna telja svikahrappa hafa reynt að hafa af þeim fé gegnum net eða síma, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Hlutfallið er óbreytt frá 2014.