Fimm flugumferðarstjórar sendi í leyfi og brottvísun Oscars mótmælt
Fimm flugumferðarstjórar hjá Isavia ANS hafa verið sendir í ótímabundið leyfi fyrir að vinna minna en þeir áttu að gera. Samgöngustofa hefur málið til rannsóknar.
Tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu verður afnumið 1. júlí. Með því verður þjónusta sérgreinalækna við börn gjaldfrjáls.
Fjölmenni mætti á Austurvöll í dag til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars Florez. Lögmaður hans sakar Útlendingastofnun um gaslýsingu og segir allt verða gert til að halda honum hér á landi.
Fjórir fyrrverandi yfirmenn hjá Volkswagen-samsteypunni fengu í dag þunga dóma fyrir fjársvik, vegna aðildar að hneykslismáli þar sem útblásturstölur voru falsaðar.
Heita vatnið sem fannst í Skutulsfirði fyrir ári getur knúið varmadælur fyrir öll hús á Ísafirði. Virkja vatnið á vatnið fyrir árslok