Að minnsta kosti nítján létu lífið í loftárásum Rússa á Úkraínu í nótt. Kanslari Þýskalands segir ljóst að ekkert verði af fundi forseta ríkjanna.
Brim og Samherji fá mestar aflaheimildir í úthlutun Fiskistofu á kvóta komandi fiskveiðiárs. Samherji fær tíu prósent af leyfilegum þorskkvóta.
Háskóli Íslands fær ekki leyfi til að hefja kennslu í suðurálmu húsnæðis Sögu við Hagatorg. Umhverfis- og orkustofnun hafnaði ósk háskólans um bráðabirgðaheimild.
Formaður ÖBÍ fagnar því að örorkugreiðslur verða einfaldaðar til muna enda sé gamla kerfið frumskógur. Hún vill sjá marktækar aðgerðir til að stjórnvöld nái markmiðum um aukna atvinnuþátttöku öryrkja.
Umboðsmaður barna segir neyðarástand ríkja í málaflokki barna sem sýna af sér áhættuhegðun og glíma við fíknivanda.
Borgarísjaki álíka hár og Hallgrímskirkja er norður af Hornbjargi á Vestfjörðum. Landhelgisgæslan hefur fengið fjölda tilkynninga um jakann.