Tala Trumps í Davos, fimm handteknir vegna rannsóknar á Vélfagi
Utanríkisráðherra Dana segir samninga um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi ekki koma til greina. Forseti Bandaríkjanna krafðist samninga um Grænland í Davos í dag en sagðist ekki ætla að beita valdi.
Fimm hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn á starfsemi fyrirtækisins Vélfags.
Prófessor í stjórnmálafræði segir Breta viðurkenna að beiting hryðjuverkalaganna gegn Íslandi 2008 í efnahagshruninu hafi verið efnahagsleg hernaðaraðgerð. Hann telur margt óuppgert í tengslum við atburðinn sem hann fjallar um í nýrri rannsókn.
Orkuveita Reykjavíkur skoðar þrjú lokatilboð sem henni hafa borist í rekstur Carbfix. Orkuveitan hyggst halda hugverkaréttindum og fá af þeim tekjur.
Elvar Ásgeirsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn á Evrópumótinu í handbolta.