Forstjóri og varaformaður stjórnar Play fara fyrir hópi sem vill gera yfirtökutilboð í flugfélagið. Þeir vilja skila inn íslensku flugrekstrarleyfi félagsins og gera út frá Möltu.
Formaður Landssambands lögreglumanna segir mikilvægt að yfirvöld sendi skýr skilaboð um að ofbeldi í garð lögreglumanna líðist ekki. Að öðrum kosti veigri fólk sér við því að ganga til liðs við lögregluna.
Stjórnvöld fimm ríkja hafa ákveðið að beita viðskiptaþvingunum gegn tveimur háttsettum ráðherrum ísraelsku ríkisstjórnarinnar fyrir að kynda ítrekað undir ofbeldi gegn Palestínumönnum
Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að fresta afgreiðslu frumvarps um hækkun veiðigjalds til að liðka til fyrir þinglokum.
Lögreglan á Austurlandi naut í dag aðstoðar sprengjusérfræðinga við flutning og eyðingu sprengiefnis sem fannst í gömlu húsi á Seyðisfirði.