Kennaradeilan að leysast, nýr meirihluti í Reykjavík og útlit fyrir lítinn loðnukvóta
Kennaraforystan hefur samþykkt innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu við ríki og sveitarfélög. Afstaða ríkis og sveitarfélaga fæst í kvöld og þá ræðst hvort verkföllum verður frestað.
Nýr meirihluti í Reykjavík kýs nýjan borgarstjóra á aukafundi í borgarstjórn síðdegis á morgun.
Verði loðnukvótinn eins lítill og Hafrannsóknarstofnun ráðleggur þá dugar hlutur Vinnslustöðvarinnar í eina stutta veiðiferð, segir framkvæmdastjórinn.
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjaforseta og fleiri flokkssystkin hans í Repúblikanaflokknum gagnrýna forsetann fyrir að kalla forseta Úkraínu einræðisherra.
Það er næstum ómögulegt að fá sér úr pelaflösku með skyrdrykk án þess að sulla yfir sig allan sagði þingmaður í fjögurra klukkutíma umræðu um plasttappa.