Víðir hringdi í ríkislögreglustjóra og röngu launin sem má ekki leiðrétta
Formaður allsherjar- og menntamálanefndar hringdi í ríkislögreglustjóra eftir að hafa sent henni tölvupóst með upplýsingum um að kólumbískur drengur hefði sótt um ríkisborgararétt.
Æðstu embættismenn hækka meira í launum en meðalríkisstarfsmaðurinn þrátt fyrir að launin eigi að þróast í takt. Ástæðan er dómur Hæstaréttar, sem festi í sessi ranga reikniaðferð. Forseti ASÍ segir að Alþingi þurfi að bregðast við mistökunum.
Samkomulag um frestun tollastríðs Kína og Bandaríkjanna er talið standa tæpt. Forsetar ríkjanna ræddu saman í síma í um klukkustund í dag.
Formaður atvinnuveganefndar telur sig ekki vanhæfan til að sinna störfum sínum í nefndinni þrátt fyrir hlut konu hans í félagi sem á grásleppukvóta. Það hafi verið skoðun hans í mörg ár að ekki ætti að kvótasetja grásleppu.
Áætlað er að um þrjúhundruð hreiður í æðarvarpi á tveimur bæjum við Þistilfjörð hafi eyðilagst þegar vatn flæddi yfir stóra hluta varpsins í rigningunni í vikunni.