Bandaríkjaforseta var tíðrætt um að vopnahléið á Gaza ætti eftir að halda, á leiðtogafundi um framtíð svæðisins í Egyptalandi í dag. Ísraelsher segir Hamas hafa skilað líkamsleifum fjögurra gísla sem létust í haldi þeirra.
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi óttast um framtíð sameiginlegra nytjastofna. Ofveiði gæti orðið til þess að engum makrílkvóta yrði úthlutað innan tveggja ára.
Ríflega helmingur landsmanna segist hlynntur olíuleit í íslenskri lögsögu. Gallup telur dvínandi áhuga á umhverfismálum hafa áhrif.
Andófsmaður segir að Vesturveldin verði að vera tilbúin að styðja lýðræðisöfl í Rússlandi þegar að því kemur að valdatími Vladimírs Pútíns líður undir lok.
Sífellt fleiri ferðamenn koma hingað til lands með ösku látinna ástvina í farteskinu til að dreifa hér á landi. Margir vilja dreifa ösku á stöðum á borð við Sólfarið, Gullfoss og Geysi.