NATO, þinglok, flóttafólk frá Gaza, riðulaust Ísland, kosningar í New York
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkja komu sér í dag saman um stóraukin útgjöld til varnarmála. Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði sigri fyrir Bandaríkin, Evrópu og vestræna menningu.
Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segist viss um að vilji sé til þess að semja um þinglok svo sómi sé að fyrir Alþingi. Staðan sé þó vissulega flókin.
Sextán manns frá Gaza eru á leið til Íslands með aðstoð utanríkisráðuneytisins. Fólkið hefur fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar.
Landsáætlun um útrýmingu riðuveiki, sem hófst hér á landi fyrir þremur árum, miðar vel. Áætlað er að um tíu prósent af íslenska sauðfjárstofninum sé nú með verndandi eða mögulega verndandi gen gegn riðu.
Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur lokið máli varðandi lögbrot Íslenskra verðbréfa með sátt, og sektað fyrirtækið um 20 milljónir króna.
Ungur frjálslyndur ríkisþingmaður af innflytjendaættum er í lykilstöðu til að verða næsti borgarstjóri New York-borgar. Hann skákaði fyrrverandi ríkisstjóra í forvali Demókrata.