ASÍ um húsnæðismál, fundað um vopnahlé, laxadauði, Hvammsvirkjun og blóðug mótmæli í Angóla
Forseti ASÍ segir íbúðarhúsnæði allt of dýrt miðað við laun á Íslandi. Hann segir fjármálastofnanir vel geta lækkað vexti á húsnæðislánum en brýnast sé að ráðast í frekari uppbyggingu húsnæðis.
Erindreki Bandaríkjastjórnar fundar með ísraelskum ráðamönnum í dag. Markmiðið er að hefja viðræður um vopnahlé að nýju.
Allt kapp er lagt á að tryggja velferð fisks í sjókvíum segja forsvarsmenn tveggja fiskeldisfyrirtækja hér á landi. Aldrei hafa fleiri laxar drepist eða verið fargað í sjókvíum hér við land en í ár.
Forstjóri Landsvirkjunar segir framkvæmdir við Hvammsvirkjun aðeins stöðvaðar að hluta eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin féllst á kröfu eigenda og ábúenda jarða við bakka Þjórsár um að stöðva framkvæmdirnar.
Reykjavíkurborg vísar á bug ásökunum Knattspyrnusambands Íslands um samráðsleysi vegna framkvæmda við skólaþorp við Laugardalsvöll. Formaður KSÍ sagði þær ekki samræmast gildandi deiliskipulagi.
22 eru látnir í Angóla eftir þriggja daga mótmæli gegn háu eldsneytisverði. Forseti landsins segir óeirðaseggi vísvitandi valda usla.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir og Ævar Örn Jósepsson