Þrír menn eru til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana í Reykjavík í síðasta mánuði. Enginn þeirra er í gæsluvarðhaldi.
Tæp 28 þúsund tonn af þorski þyrfti til að stunda 48 daga standveiðar í sumar miðað við sama fjölda báta og gerðir voru út í fyrra. Talið er ólíklegt að hægt sé að sækja þessar veiðiheimildir án þess að skerða kvóta annarra útgerða.
Bandaríkjaforseti segir endalok stríðsins í Úkraínu í augnsýn. Eina sem standi í vegi sé viðurkenning Úkraínu á innlimun Krímskaga í Rússland, sem Úkraínuforseti segir brjóta gegn stjórnarskrá landsins.
Tíufréttir í sjónvarpi verða lagðar af og sjónvarpsfréttir færðar til klukkan átta. Fréttastjóri segir að RÚV þurfi að bregðast við breyttu neyslumynstri og auka stafræna fréttamiðlun.
Liverpool getur orðið Englandsmeistari í fótbolta í kvöld í tuttugasta sinn, ef Arsenal misstígur sig.