Mannlegi þátturinn

Þjóðleikhúsið, fræðsla Mannflórunnar og haustlægð

Við hófum okkar árlegu yfirferð um hvað verður á sviðum leikhúsana í vetur og byrjuðum á Þjóðleikhúsinu í dag með Magnúsi Geir Þórðarsyni þjóðleikhússtjóra. Hann kom í þáttinn og stiklaði á stóru í fjölbreyttri dagskrá leikhússins í vetur og sagði frá nýjum áskriftarkortum fyrir ungmenni.

Við heyrðum svo í Chanel Björk Sturludóttur, en hún gerði útvarpsþætti hér á Rás 1 og svo sjónvarpsþætti sem hétu Mannflóran. Í þáttunum fjallaði Chanel um fjölmenningu í íslensku samfélagi og varpaði ljósi á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og svo var líka fjallað um kosti fjölmenningar. Í framhaldi af þáttunum fer Chanel í fyrirtæki og stofnanir með fræðslu um fjölmenninga og fordóma. Við fengum Chanel til segja okkur frá þessu í þættinum í dag.

Veðurspjallið með Elínu Björk Jónasdóttur var svo á sínum stað í dag og það var af nógu taka. Við heyrðum til dæmis talað um það væri haustlægð á næsta leyti, Elín Björk fór með okkur yfir það og fleira í þætti dagsins.

Tónlist í þætti dagsins:

Hjartaþrá / Sjonni Brink (Bryndís Sunna Valdimarsdóttir)

From the Start / Laufey (Spencer Stewart og Laufey)

Come for a Dream / Dusty Springfield (Antonio Carlos Jobim)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

29. ágúst 2023

Aðgengilegt til

29. ágúst 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,