Ekki frekari uppsagnir fyrirhugaðar hjá Icelandair
Þrjátíu og átta starfsmönnum var sagt upp hjá Icelandair í dag. Forstjórinn segir að öllum steinum hafi verið velt við en frekari uppsagnir séu ekki á dagskrá.
Forsendur fjárlaga eru brostnar segja þingmenn stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd. Fjármálaráðherra segir hvorki þörf á auknum niðurskurði né skattahækkunum.
Lögreglan fékk ekki heimild til þess í sumar að fylgjast með íbúðarhúsnæði í grónu hverfi í Reykjavík þar sem hún vissi að færi fram vændi. Sviðsstjóri ákærusviðs segir það hafa verið vonbrigði.
Siðaráð norska olíusjóðsins gefur tímabundið ekki tilmæli um fjárfestingar, samkvæmt tillögum sem norska þingið samþykkti í dag. Siðareglur sjóðsins eru í endurskoðun.
Karl bretakonungur sló fótboltamanninn David Beckham til riddara í dag fyrir störf í þágu íþrótta og góðgerðarstarfa. Beckham segist aldrei hafa getað ímyndað sér að það myndi gerast.