Hundruð milljóna fjársvik vegna kerfisgalla og Miðflokkurinn bætir við sig fylgi.
Hundruð milljóna króna voru sviknar út úr fjármálastofnunum vegna kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið.
Miðflokkurinn eykur fylgi sitt um nærri fimm prósentustig á milli mánaða, í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Samfylking dalar, sem og Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur ekki verið minni á kjörtímabilinu.
Forseti Lettlands hefur sent lög um að landið dragi sig úr Istanbúl-sáttmálanum aftur til þingsins. Sáttmálinn krefst þess að aðildarríki þrói lög og stefnu sem miða að því að binda enda á heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum.
Deilt var um húsnæðisaðgerðir ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag.
Kosningaeftirlitsmenn í Tansaníu efast um að forsetakosningarnar þar á miðvikudag hafi farið eðlilega fram. Sitjandi forseti, sem var settur í embætti í dag, fékk tæp 98% atkvæða.