Mælir með því að fresta Hrekkjavöku göngu, hundruð tjóna tilkynnt og engin verðtryggð lán hjá Íslandsbanka
Flughált gæti orðið á morgun þegar fer að rigna ofan í þjappaðan snjó. Veðurfræðingur leggur til að fresta göngu milli húsa vegna hrekkjavöku til laugardags.
Hundruð tjóna á bílum í ófærðinni í vikunni hafa verið tilkynnt tryggingafélögum.
Íslandsbanki hefur gert hlé á veitingu allra verðtryggðra lána. Bankastjóri telur ólíklegt að verðtryggð lán með breytilegum vöxtum verði aftur í boði hjá bankanum.
Rússneskir hermenn falla ekki aðeins fyrir óvinahendi á víglínunni. Þeir eru einnig drepnir af yfirmönnum sínum í hernum, neiti þeir að berjast eða reyni að flýja, samkvæmt rannsókn rússnesks fjölmiðils.
Forstöðumenn stofnana, ríkislögreglustjóri þeirra á meðal, fengu í fyrrasumar bréf frá fjármálaráðherra þar sem brýnt var fyrir þeim að gerviverktaka væri ólögmæt.