Það er jákvætt fyrir forseta Kína að þjóðin sjái hann í félagsskap forseta Íslands, segir sérfræðingur í varnarmálum. Móttökurnar í heimsókn Höllu Tómasdóttur hafi ekki verið tilviljun en það blasi ekki alltaf við hvað vakir fyrir kínverskum ráðamönnum.
Flokksþingi Framsóknarflokksins verður flýtt og haldið í febrúar þar sem forystan verður endurnýjuð. Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar ekki að gefa kost á sér áfram sem formaður.
Þúsundir hafa komið saman á fleiri en 2500 stöðum í Bandaríkjunum þar sem konungstilburðum Bandaríkjaforseta er mótmælt.
Icelandair hefur hliðrað áætlun til að bregðast við boðuðu verkfalli flugumferðarstjóra. Forstjóri félagsins segir það ekki ganga að fámennir hópar loki landinu.
Næsti íþróttaálfur gæti verið kona, karl eða kvár. Leitað er að nýjum íþróttaálfi, sem höfundur Latabæjar segir mikilvægast að sé gæddur manngæsku.